15.12.2010 kl. 16:58
Netmót Goðans. Ævar og Smári efstir.
Netmót Goðans 2010-2011 stendur nú yfir á gameknot.com en það hófst 1. september sl.
Þrátt fyrir að fleiri keppendur séu í B-flokki er keppni þar langt kominn, en 82% af skákunum er lokið. Ævar Ákason er efstur með 18 vinninga og hefur hann nú þegar lokið öllum sínum skákum og tapaði Ævar aðeins tveimur skákum, gegn Andra Val og Sigurbirni.
Staðan efstu manna í B-flokki:
1. Ævar Ákason 18 vinninga af 20 mögulegum
2. Andri Valur Ívarsson 14 (1 skák eftir)
3-4 Jón Hafsteinn Jóhannsson 11 (7 skákir eftir)
3-4 Hermann Aðalsteinsson 11 ( 2 skákir eftir)
5. Hallur Birkir Reynisson 10 ( 3 skákir eftir)
6. Sighvatur Karlsson 7 (7 skákir eftir)
B-flokkurinn: http://gameknot.com/mt.pl?id=46072
Andri Valur er sem stendur í öðru sæti en Jón Hafsteinn getur farið upp fyrir hann og jafnað Ævar, vinni hann allar skákir sem hann á eftir. Sighvatur á tæknilega möguleika á þriðja sæti vinni hann allar skákirnar sem hann á eftir.
Smári Sigurðsson leiðir A-flokkinn með 9,5 vinninga. Smári er enn taplaus og á eftir að tefla 4 skákir. Sigurður Jón Gunnarsson er sem stendur í öðru sæti með 7,5 vinninga og Páll Ágúst Jónsson er í þriðja sæti einnig með 7,5 vinninga. Aðeins 56% af mótinu er lokið í A-flokknum þrátt fyrir færri keppendur.
Staða efstu manna í A-flokki:
1. Smári Sigurðsson 9,5 vinningar (4 skákir eftir)
2-3. Sigurður Jón Gunnarsson 7,5 (7 skákir eftir)
2-3. Páll Ágúst Jónsson 7,5 (8 skákir eftir)
A-flokkurinn: http://gameknot.com/mt.pl?id=46074