Nóa Siríus mótið, gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var sett með pompi og prakt í Stúkunni á Kópavogsvelli í gær.

Aðstæður í Stúkunni í einstakar – sennilega þær bestu á landsvísu til skákiðkunar.

Jón Þorvaldsson hélt tölu
Jón Þorvaldsson
sdf
Hannes Strange, formaður Breiðabliks

Hannes Strange formaður Breiðabliks setti mótið með dyggri aðstoð Jóns Þorvaldssonar og léku þeir félagar sitt hvorn fyrsta leikinn í framhaldinu. Hannes í skák Karls Þorsteinssonar og Jóhanns Helga Sigurðssonar og Jón í skák Þrastar Þórhallssonar og Haraldar Baldurssonar.

P1030219
Hannes Strange leikur fyrsta leikinn í skák Jóhanns Helga og Karls Þorsteinssonar
P1030222
Jón Þorvaldsson lék fyrsta leikinn í skák Þrastar Þórhallssonar og Haraldar Baldurssonar

Óvænt úrslit urðu strax í fyrstu umferð þegar ungstirnið sterka, Björn Hólm Birkisson (1911) sá sér leik á borði og lagði Magnús Teitsson (2205) að velli.

Þá gerði Jón Eggert Hallsson (1661) jafntefli við Jóhann Ingvason (2126) í lengstu skák umferðarinnar og Auðbergur Magnússon (1647) hélt jöfnu gegn Jóni Trausta Harðarssyni (2067).

P1030234

Pörun 2. umferðar verður birt kl. 24

Heimasíða mótsins

Myndasyrpa


Created with flickr slideshow.