Nóa Siríus mótið, gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var sett með pompi og prakt í Stúkunni á Kópavogsvelli í gær.
Aðstæður í Stúkunni í einstakar – sennilega þær bestu á landsvísu til skákiðkunar.
Hannes Strange formaður Breiðabliks setti mótið með dyggri aðstoð Jóns Þorvaldssonar og léku þeir félagar sitt hvorn fyrsta leikinn í framhaldinu. Hannes í skák Karls Þorsteinssonar og Jóhanns Helga Sigurðssonar og Jón í skák Þrastar Þórhallssonar og Haraldar Baldurssonar.
Óvænt úrslit urðu strax í fyrstu umferð þegar ungstirnið sterka, Björn Hólm Birkisson (1911) sá sér leik á borði og lagði Magnús Teitsson (2205) að velli.
Þá gerði Jón Eggert Hallsson (1661) jafntefli við Jóhann Ingvason (2126) í lengstu skák umferðarinnar og Auðbergur Magnússon (1647) hélt jöfnu gegn Jóni Trausta Harðarssyni (2067).
Pörun 2. umferðar verður birt kl. 24
Myndasyrpa
Created with flickr slideshow.