Ný skákstig sem gilda frá og með deginum í dag, eru komin út. Engar breytingar verða á kapp eða atskákstigum félagsmanna en þar sem eitt hraðskákmót var haldið þann 20 júlí sl. verða breytingar á hraðskákstigum.

Kristján Ingi Smárason hækkar mest eða um 29 stig og fer í 1756 stig. Tómas Veigar Sigurðarson hækkar um 23 stig og fer í 2063 stig og er næst stigahæstur félagsmanna Goðans. Sigurbjörn Ásmundsson hækkar um 12 stig og stendur í 1698 stigum og Smári Sigurðsson bætir við sig 8 stigum og fer í 1937 stig. Aðrir standa í stað eða lækka á stigum.

Nýliðinn Sergio Perini stóð sig nægilega vel á mótinu til að vinna sér inn sín fyrstu hraðskákstig en hann er með 1685 stig.

Regluleg starfsemin hjá félaginu hefst væntanelga mánudaginn 26 ágúst, en þó er huganlegt að efnt verði til skákmóts í Rauðuskriðu sunnudaginn 25. ágúst. Allt þetta á eftir að skýrast þegar nær dregur.