30.12.2007 kl. 11:00
Ný skákstig.
FIDE skákstiga listinn var gefin út í dag og tekur hann gildi 1 janúar 2008. Okkar menn, Tómas Veigar og Jakob Sævar, lækka báðir frá síðasta lista. Tómas lækkar um 19 stig og er með 2056 stig en Jakob lækkar um 10 stig er því með 1827 stig nú.
Íslensk atskákstig voru gefin út nú nýlega og ber þar helst til tíðinda að Sigurbjörn Ásmundsson kemur nýr inná listann með 1385 stig og Rúnar Ísleifsson hækkar um 25 stig og er með 1735 stig
Nýr Íslenskur skákstigalisti er ekki enn kominn út en hans er að vænta innan fárra daga.
Stigalistarnir verða birtir hér þegar Íslenski listinn liggur fyrir. H.A.
