21.7.2008 kl. 20:11
Nýr félagsmaður !
Sigurður Jón Gunnarsson, er genginn til liðs við Skákfélagið Goðann. Hann er búsettur í Reykjavík.
Sigurður Jón er öflugur skákmaður en hefur lítið teflt að undanförnu. Sigurður hefur 1885 skákstig (eftir 39 skákir). Hans síðasta mót var deildarkeppnin 1990, en þá tefldi hann fyrir skákfélag Sauðárkróks.
Hann kemur til með að styrkja A-sveit Goðans verulega í deildarkeppninni í haust.
Stjórn skákfélagsins býður Sigurð Jón Gunnarsson velkominn í Goðann. H.A.
