Aðalfundur Skákfélagsins Goðans var haldinn í gærkvöld í Túni á Húsavík. Fundurinn var ekki langur og allir sem voru í stjórn voru endurkjörnir. Hermann Aðalsteinsson verður því áfram formaður, Rúnar Ísleifsson gjaldkeri og Sigurbjörn Ásmundsson ritari. Ingi Hafliði Guðjónsson er fyrsti varamaður og Ævar Ákason skoðunarmaður reikninga.
Undir liðnum Önnur mál var margt rætt, sem verður tilgreint í fundargerð aðalfundar innan fárra daga.
Á skákæfingu sem var haldinn fyrir fund urðu, Ádám Gulyás, Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson eftir og jafnir með tvo vinninga hver.
Næsti viðburður hjá félaginu er reglubundin skákæfing 2. febrúar nk.
