22.3.2013 kl. 12:22
Öðlingamótið. Sigurður Daði efstur
Sigurður Daði Sigfússon (2324), Þorvarður Fannar Ólafsson (2225), Jóhann Hjörtur Ragnarsson (2066) og Þór Már Valtýsson (2040) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni 2. umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gærkveldi.

Sitthvað var um óvænt úrslit og má þar nefna að Siguringi Sigurjónsson (1959) og Jon Olva Fivelstad (1901) gerðu jafntefli við þá Hrafn Loftsson (2204) og Sævar Bjarnason (2132).
Öll úrslit 2. umferðar má nálgast hér.
Stöðu mótsins má nálgast hér.
Þriðja umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld. Þá mætast meðal annars: Þór-Sigurður Daði og Þorvarður-Jóhann. Pörun 3. umferðar má í heild nálgasthér.
