Liðsuppstillingin í dag

Huginn mætir rússnesku ofursveitinni Malahite í 2. umferð EM-Taflfélaga í dag kl 15.00. Andstæðingar okkar manna eru yfir 2700 skákstig á fjórum efstu borðunum og rétt undir 2700 stigunum á neðstu tveimur. það verður því við ramman reip að draga hjá okkar mönnum í dag.

Liðsuppstillingin í dag
Liðsuppstillingin í dag

Eins og sjá má er liðsstilling Hugins í dag sú sama og í gær. Vigfús Vígfússon liðsstjóri sendi skákhuginn.is smá pistil um viðureignina við Íra í gær

Viö tefldum í dag vid Írskan klúbb Adare Chess Club sem er nr. 47 i styrkleikaröðinni en við nr. 21 svo I fyrstu umferð vorum við á borði 21. Þeir eru með al.hjóðlegan meistara á fyrsta borði en hinir I kringum 2000 stigin. Okkur sýndis fyrir umferðina að þheir væru dalítið fyrir tefla upp á gambíta og trikk. Þad kom líka á daginn að upp komu spennandi stöður á flestum borðum. Þhröstur forðaðist allt slíkt og silgdi skákinni yfir í .ægilega stöðu vann peð og endtaflið vann hann örugglega. Þad var óneitanlega gott ad hafa einn öruggan vinning á borðinu mest allan timann. Hinar skákirnar snérust svo okkur í vil .egar leið á viðureignirnar nema hjá Hlíðari sem tefldi lengstu skákina og reyndi mikið ad kreista vinning úr jafnteflisstöðu med peð yfir i hróksendatafli en án árangurs svo nidurstaðan varð ódur sigur 5,5v gegn 0,5v.

A morgun bíður okkar strembin vidureign vid 3 stigahæstu sveitina Malakhite. Þar eru engir aukvisar eda Karjakin, Grischuk, Leko, Shirov, Malahkov, Motylev, Lysyj og Bologan. Þvi er óneitanleg ekki að neita ad nokkur eftirvænting er í okkar mönnum ad mæta þessari sveit og munumm við gera okkar besta. Liðið verður óbreytt á morgun.

Aðstæður á keppnisstað eru ágætar nema að því leiti að ekki er hægt að fá neitt að borða á sjálfum keppnisstaðnum en nóg er ad drekka. Aðstaða fyrrir keppendur til að stúdera er svo I naæta húsi.