Í dag eru aðeins tveir dagar þar til Ólympíuhátíðin hefst. Í dag er Gunnar Björnsson, fararstjóri hópins og fulltrúi á FIDE-þinginu, kynntur til leiks.

Gunnar Björnsson

Nafn

Gunnar Björnsson

Taflfélag

Skákfélagið Huginn

Staða 

Fararstjóri, FIDE-fulltrúi og blaðamaður

Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?

Fór sem liðsstjóri 2004 á Mallorca á Spáni sem liðsstjóri í opnum flokki, fór sem fararstjóri og liðsstjóri kvennaliðsins á Khanty Mansiesk 2010 og sem fararstjóri 2012 í Istanbul. FIDE-fulltrúi 2010 og 2012.

Mótið nú er því mitt fjórða Ólympíuskákmót.

Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?

Það er nokkrar skákir sem eru mér mjög minnisstæðar. Ég nefni skák Stefáns Kristjánssonar við Peter Wells á Ólympíuskákmótinu 2004 sem er ein mest spennandi skák sem ég hef nokkurn tíma horft á. Stefán lék hvað eftir annað með eina sekúndu eftir á klukkunni. Skákinni lauk með jafntefli eftir mikinn hasar og gríðarlegar flækjur.

Einstök stemming í lokaumferðinni í Khanty þegar Lenka tefldi við stúlku frá Jamaíka í lokaumferðinni. Í kringum skákina voru u.þ.b. tíu landar hennar að fylgjast með (á meðan Íslendingarnar fyldust með upp á hóteli í gegnum netið) sem vonaðu að stúlkan þeirri náði jafntefli og þar jafntefli í viðureigninni. Þegar Lenka lék einu með eina sekúndu eftir kom þvílík vonbrigðastuna. Lenka vann fyrir rest.

Minnisstæða atvik

Af þessu þremur mótum sem ég hef farið á stendur mótið í Khanty Mansiesk algjörlega uppúr. Stemmingin var sérstök í aðdragenda mótsins en höfðu fréttir borist að því að hótelið okkar væri jafnvel ekki tilbúið. Þegar á staðinn var komið reyndust aðstæður hins vegar að langflestu leyti vera algjörlega frábærar. Mannafli í Rússlandi er ekki vandamál. Það fór ekki framhjá manni.

FIDE-kosningarnar 2010 og lætin í Kasparov í kringum þær er mér það minnistæðasta frá mótunum þremur.

Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?

Topp 30 og topp 50.

Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?

Ég held að það sé loks kominn tími á Rússanna í opnum flokki eftir 12 ára eyðimerkurgöngu. Kínverjum spái ég sigri í kvennaflokki. 

Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?

Fyrst og fremst skipulagning en ég verð í alls konar hlutverkum á mótinu.

Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?

Nei. Ég tefldi reyndar á Skákþingi Norðlending á Grímsey uppúr aldarmótunum en þá var teflt sunnan heimskautsbaug.


Eitthvað að lokum?

Ég hvet íslenska skákáhugamenn til að fylgjast vel með mótinu. Ég mun leggja mikla áherslu á fréttaflutning frá mótinu. Á Skák.is verða ítarlegar fréttir og pistlar en ég stefni á að nota Twitter (@skaksamband) og Facebook til að koma á framfæri einstökum úrslitum og fréttum af FIDE-þinginu. Fréttirnar koma því fyrst á Twitterinn!