Áfram er haldið með kynningar á Ólympíufarana á skak.is. Í dag er kynntur til leiks Steinþór Baldursson, sem verður einn af fimm íslenskra skákstjóra á mótinu. Gríðarlega vönduð svör hjá Steinþóri.
Nafn:
Steinþór Baldursson
Taflfélag:
Huginn
Staða:
Skákstjóri
Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?
Fyrsta skiptið sem ég fæ þann heiður að eiga aðild að Ólympíuskákmóti. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni.
Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?
Ekki mjög þekktur fyrir taflmennsku sem myndi sóma sér á Ólympíuskákmóti :-). Eg nýt þess bara enn frekar að fá tækifæri til að fylgjast með þeim kunna meira fyrir sér í þessu vandaða sporti. Í því sambandi finnst mér sérstaklega gaman að fá tækifæri til að fylgjast með Simon Williams og þar er mér minnisstæð skák frá Reykjavik Open 2013 þar sem Simon teflir með svart við Simon Bekker-Jensen. Stuttu áður hafði ég heyrt Einar Hjalta vin minn útskýra fyrir syni mínum að þegar maður væri byrjaður að fórna þá væri oft best að halda áfram þeirri iðju og tefla þannig mjög hvasst. Mér fannst þessi lýsing eiga vel við skák þeirra Simonar og Simonar. Eintóm skemmtun. Ég vona að ég fái tækifæri til að fylgjast með mörgum svona viðureignum í Tromsö.
Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?
Flott liðin bæði tvö með öfluga þjálfara. Getum bara get góða hluti. Ég veit að við verðum öll stolt af þeim óháð endalegri niðurstöðu.
Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?
Armenar taka opna flokkinn og þær rússnesku taka kvennaflokkinn.
Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?
Hef verið mjög virkur við skákstjórn í vor og vetur. Ég mun síðan leita í smiðju Ómars vinar mín um góð ráð og leiðbeiningar sem skákstjóri á mínu fyrsta stórmóti.
Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?
ÉG tefldi einu sinni við Schredder á IPadinum mínum í 33 þús fetum yfir norðurpólnum. Telur það með? [Aths. ritstjóra: Já]
Eitthvað að lokum?
Þetta getur ekki orðið annað en frábær upplifun og skemmtun.
Stofnaður hefur verið sér færsluflokkur á Skák.is þar sem haldið er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.
[pgn]
[Event „Reykjavik Open 2013“]
[Site „?“]
[Date „2013.02.23“]
[Round „6.10“]
[White „Bekker-Jensen, Simon“]
[Black „Williams, Simon K“]
[Result „0-1“]
[ECO „D44“]
[WhiteElo „2405“]
[BlackElo „2498“]
[Annotator „Baldursson,Steinthor“]
[PlyCount „52“]
[EventDate „2013.??.??“]
[TimeControl „6000+1175“]
[WhiteClock „0:18:49“]
[BlackClock „0:34:23“]
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Nf3 Nf6 4. Nc3 e6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5
9. Nxg5 Nd5 10. Nxf7 Qxh4 11. Nxh8 Bb4 12. Rc1 c5 13. dxc5 Nd7 14. Be2 Nxe5 15.
O-O Bb7 16. Nxb5 O-O-O 17. Nd6+ Rxd6 18. cxd6 Bxd6 19. h3 Nf4 20. Bg4 Bc5 21.
Nf7 Nf3+ 22. Kh1 Nd4 23. Rxc4 Bxg2+ 24. Kg1 Nxh3+ 25. Kxg2 Nf4+ 26. Kg1 Nde2+
0-1
[/pgn]
