26.8.2012 kl. 16:34
Ólympíuskákmótið að hefjast.
Skáksamband Íslands sendir tvö lið á Ólympíuskákmótið sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst – 10. september. Bæði er um að ræða lið í opnum flokki og svo í kvennaflokki.

Fjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki. Héðinn Steingrímsson leiðir sveitina en auk hann skipa sveitina Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er aðeins 19 ára og okkar maður, Þröstur Þórhallsson, Íslandsmeistari í skák.
Þröstur Þórhallsson er fyrsti félagsmaður Goðans sem tekur þátt í Ólympískákmóti fyrir Íslands hönd.
Skákfélagið Goðinn óskar Þresti Þórhallssyni góðs gengis á mótinu.
