Hjorvar og Örn LeóÖrn Leó Jóhannsson sigraði með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 10. nóvember sl. Örn gerði jafntefli við Hallgerði í 2. umferð og sigraði svo Vigfús í fimmtu umferð í spennandi skák þar sem gekk á ýmsu. Næstir komu svo Kristófer Ómarsson og Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v. Örn Leó dró svo í lok hraðkvöldsins Stefán Orra Davíðsson og völdu þeir báðir gjafabréf frá Dominos, enda svo sem ekki annað í boði í þetta skipti þar sem gjafabréfin frá Saffran voru ekki tilbúin en það stendur til bóta næst.

Næsta skákkvöld í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a verður mánudaginn 24. nóvember kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Örn Leó Jóhannsson, 6,5v/7
  2. Kristófer Ómarsson, 5,5v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
  4. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 4,5v
  5. Óskar Víkingur Davíðsson, 4v
  6. Finnur Kr. Finnsson, 3v
  7. Stefán Orri Davíðsson, 2v
  8. Sindri Snær Kristófersson, 2v
  9. Björgvin Kristbergsson, 1v
  10. Axel Ingi Árnason, 1v