Örn Leó Jóhannsson sigraði með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 10. nóvember sl. Örn gerði jafntefli við Hallgerði í 2. umferð og sigraði svo Vigfús í fimmtu umferð í spennandi skák þar sem gekk á ýmsu. Næstir komu svo Kristófer Ómarsson og Vigfús Ó. Vigfússon með 5,5v. Örn Leó dró svo í lok hraðkvöldsins Stefán Orra Davíðsson og völdu þeir báðir gjafabréf frá Dominos, enda svo sem ekki annað í boði í þetta skipti þar sem gjafabréfin frá Saffran voru ekki tilbúin en það stendur til bóta næst.
Næsta skákkvöld í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a verður mánudaginn 24. nóvember kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Örn Leó Jóhannsson, 6,5v/7
- Kristófer Ómarsson, 5,5v
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 4,5v
- Óskar Víkingur Davíðsson, 4v
- Finnur Kr. Finnsson, 3v
- Stefán Orri Davíðsson, 2v
- Sindri Snær Kristófersson, 2v
- Björgvin Kristbergsson, 1v
- Axel Ingi Árnason, 1v