Örn Leó Jóhannsson hefur verið óstöðvandi á skákkvöldum Hugins eftir áramót og sigrað á þeim öllum. Það varð engin breyting á síðasta hraðkvöldi sem fram fór í gær 1. febrúar. Örn Leó fékk að vísu ekki fullt hús því Jón Olav Fivelstad sá fyrir því með jafntefli þeirra á milli snemma kvölds. Aðrir máttu láta í minni pokann og fékk Örn Leó 7,5v í átta skákum að þessu sinni. Næstir komu Bárður Örn Birkisson og Vigfús Ó. Vigfússon með 6v en Bárður var hálfu stigi hærri og hlaut því annað sætið og Vigfus það þriðja. Örn Leó hélt sig við Saffran en Hjálmar Sigurvaldason sem var dreginn í happdrættinu valdi pizzu frá Dominos.
Vigfús sá um skákstjórn en vegna annríkis skákstjóra við taflmennskuna sá Hörður Jónasson að mestu um skráningu úrslita. Næsta skákkvöld verður atkvöld mánudaginn 29. febrúar. Það er alveg óvíst hvenær gefst tækifæri til að tefla aftur á hlaupársdegi eftir það á þessum skákkvöldum.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Örn Leó Jóhannsson, 7,5v/8
- Bárður Örn Birkisson, 6v (17 stig)
- Vigfús Ó. Vigfússson, 6v /16,5 stig)
- Jon Olav Fivelstad, 5,5v
- Gunnar Nikulásson, 4,5v
- Hjálmar Sigurvaldason, 3v
- Hörður Jónasson, 1,5v
- Sigurður Freyr Jónatansson, 1v
- Björgvin Kristbergsson, 1v
