2.11.2013 kl. 21:31
Örn Leó og Vignir efstir á Íslandsmótinu á Akureyri
Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) og Íslandsmót (15 ára og 13 ára og yngri) hófust í dag í íþróttahöllinni á Akureyri. Örn Leó Jóhannsson (1955) er efstur á Unglingameistaramóti Íslands hefur hlotið 3,5 vinning í 4 skákum. Jóhanna Björk Jóhannsdóttir GM-Helli er í 2-3 sæti með 3 vinninga. Alls taka þátt 8 keppendur í flokki 20 áro og yngri. Mótstöflu mótsins má finna á Chess-Results.
Vignir Vatnar Stefánsson (1802) er efstur á Íslandsmóti 15 ára og yngri, sem jafnframt er Íslandsmót 13 ára og yngri. Heimir Páll Ragnarson GM-Helli er í 2-6. sæti með 4 vinninga og Jón Aðalsteinn Hermannsson og Eyþór Kári Ingólfsson eru í 8-15. sæti með 3 vinninga. Alls taka 29 keppendur þátt í flokki 15 ára og yngri og þar af 10 frá GM-Helli. Mótstöflu mótsins má finna á Chess-Results.
Mótinu verður farmhaldið á morgun og hefst taflmennska kl 11:00.
