Örn Leó Jóhannsson sigraði örugglega með fullu húsi 7v af sjö mögulegum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór mánudagskvöldið 29. maí sl. Sigurinn var kominn í höfn fyrir lokaumferðina. Þá mættust efstu menn Örn Leó og Hörður Jónasson og mátti Hörður játa sig sigraðan að lokum eftir góða baráttu. Gunnar Nikulásson sætti þá lagi og náði Herði að vinningum. Báðir fengu þeir 4,5v og voru jafnir að stigum og teljast því vera í 2.-3. sæti saman.
Umhugsunartíminn var aðeins lengri en vanalega á þessu hraðkvöldi eða 5 mínútur + 3 sekúndur og það virðist skipta suma töluverðu máli að fá þessa auka mínútu í upphafi skákar eins og t.d. Hörð Jónasson. Alla vega var hann lítið í tímavandræðum og árangurinn betri en oft áður.
Að þessu sinni vann Hjálmar Sigurvaldason í happdrættinu. Hjálmar hélt upp á Dominos og fékk gjafabréf frá þeim en Örn Leó valdi Saffran. Næsta hraðkvöld verður mánudaginn 11. júní.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
Örn Leó Jóhannsson, 7v/7
Gunnar Nikulásson, 4,5v
Hörður Jónasson, 4,5v
Hjálmar Sigurvaldason, 4v
Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
Sigurður Freyr Jónatansson, 3v
Hörður Garðarsson, 1v
Pétur Jóhannesson
Lokastaðan í chess-results: