Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á æfingu sem haldin var 15. febrúar sl. með fullu húsi 6v af sex mögulegum. Þar af komu fimm úr skákum æfingarinnar og einn vinningur bættist við þar sem Óskar leysti líka dæmi æfingarinnar rétt. Næstir komu Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Baltasar Máni Wedholm og Ísak Orri Karlsson með 4,5v. Af þeim voru Dawid og Heimir Páll efstir á stigum og reyndar jafnir í öllum stigaútreikningi og innbyrðis skák þeirra á æfingunni fór einnig jafntefli. Grípa varð til hlutkestis og þar hafði Dawid betur. Dawid var því annar og heimir Páll þriðji. Á hæla þeim komu svo Baltasar og Ísak Orri.

 

Í yngri flokki var Adam Omarsson einnig efstur með fullt hús 6v af sex mögulegum. Eins og Óskar fékk Adam 5v úr skákunum og einn vinning til viðbótar eftir að hafa leyst dæmið í yngri flokki.  Annar var Andri Hrannar Elvarsson með 5v og þriðji Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 4v. Í þetta sinn var dæmi í bæði eldri og yngri flokki og reynt að hafa þau þannig að það hentuðu þeim sem glímdu við þau. Dæmið í eldri flokkum var þó í erfiðari kantinum svo þeir í eldri flokki sem lítið höfðu verið í verðlaunasætum á æfingunni máttu skila báðum dæmunum. Mest var samt hægt að fá 1,5v með því að skila báðum dæmunum en því náði enginn.

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarssson, Ísak Orri Karlsson, Stefán Orri Davíðsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson, Frank Gerritsen, Ívar Lúðvíksson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Sölvi Már Þórðarson, Daníel Guðjónsson, Ólafur Helgason, Adam Omarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Heiður Þórey Atladóttir, Heiður Þórey Atladóttir, Eiríkur Þór Jónsson, Einar Dagur Brynjarsson, Brynja Stefánsdóttir, Lára Björk Bjarkadóttir og Josef Omarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 22. febrúar 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.