október 2014 skák og fleira 004Óskar Víkingur Davíðsson sigraði með 4v í fimm skákum í eldri flokki á æfingu sem fram fór 17. nóvember s.l. Annar varð Heimir Páll Ragnarsson með 3,5v og þriðji varð Alexander Már Bjarnþórsson með 3v eins og Brynjar Haraldsson en Alexander var hærri á stigum. Í yngri flokki voru tefldar sex umferðir og þar voru Baltasar Máni Wedholm og Arnar Jónsson efstir og jafnir með 5v. Þá var gripið til stigaútreiknings og hafði Baltasar betur með 16,5 stig en Arnar fékk 15,5 stig. Þriðji varð svo Gabríel Sær Bjarnþórsson með 3,5v.

Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Brynjar Haraldsson, Alec Elías Sigurðarson, Axel Óli Sigurjónsson, Atli Mar Baldursson, Stefán Orri Davíðsson, Ívar Andri Hannesson, Baltasar Máni Wedholm, Arnar Jónsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Birgir Logi Steinþórsson,  Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Ísak Orri Karlsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 24. nóvember og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Stelpuæfingar Hugins eru á hverjum miðvikudegi og hefjast þær kl. 17.15. Umsjón með þeim hefur Elsa María Kristínardóttir.