Óskar Víkingur Davíðsson vann eldri í eldri flokkinn og Einar Tryggvi Petersen yngri flokkinn á Huginsæfing sem haldin var 19. september sl. Óskar vann alla andstæðinga sína fimm að tölu á æfingunni og leysti auk þess dæmi æfingarinnar rétt og fékk því samtals 6v. Einar Tryggvi vann einnig alla andstæðinga sína og fékk 5v á æfingunni. Dæmið var ekki formlega lagt fyrir yngri flokkinn en sumir í honum glímdu við það. Bæði eldri og ynri flokkurinn vannst sem sagt með fullu húsi en Einar Tryggvi ætlar fá meiri áskorun á næstu æfingu og tefla í eldri flokknum. Annar í eldri flokki var Stefán Orri Davíðsson með 5v. Jöfn í 3.-5. sæti voru Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa öll með 3v og einnig jöfn á stigum. Þau háðu því aukakeppni um 3. sætið og þar varð Batel hlutskörpust. Í yngri flokki var Þórdís Agla Jóhannsdóttir í öðru sæti með 4v. Næstir komu Andri Hrannar Elvarsson og Einar Dagur Brynjarsson með 3v en Andri Hrannar var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið.
Dæmið á þessari æfingu var skákþaut þar sem svartur á leik og átt að ´vinna. Ekki var um að ræða krossapróf heldur áti að skrifa upp rétta lausn. Látið var nægja að skrifa upp nokkra leiki og koma svo með hugmyndina að því hverju lausnin fólst. Flestir leystu dæmið rétt en þó virðast krakkarnir eiga í erfiðleikum með að skrifa upp lausnir af þessu tagi. Á næstu æfingu verður því aftur tekið til við krossaprófin og haft sér dæmi fyrir eldri og yngri flokkinn.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Brynjar Haraldsson, Einar Tryggvi Petersen, Þórdís Agla Jóhannsdóttir, Andri Hrannar Elvarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Josef Omarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Bergþóra Rós Rúnarsdóttir, Gabríel Valgeirsson, Gunnar Freyr Valsson og Brynjólfur Jan Brynjólfsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 26. september 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið á æfingunni:
[fen]8/2n5/3p4/2kPp3/4Pp2/N1K2Pp1/6P1/8 b – – 0 1[/fen]
