
Óskar Víkingur Davíðsson og ísak Orri Karlsson voru efstir og jafnir með 4,5v í fimm skákum á æfingu sem haldin var 21. septemberí sl. Þeir gerðu jafntefli þegar þeir tefldu saman í þriðju umferð og unnu aðrar skákir. Óskar var hins vegar hærri á stigum og fékk því gullið en Ísak Orri silfrið. Þriðji var svo Baltasar Máni Wedholm með 3 vinninga eins og Adam Omarsson, Jökull Freyr Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson en Baltasar var hlutskarpastur á stigum. Engin dæmi voru leystt á þessari æfingu heldur vr farið í grunnatriði skákarinnar með þeim sem voru nýbyrjaðir.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Adam Omarsson, Jökull Freyr Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Sölvi Már Þórðarson, Elvar Þorsteinsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Viktor Már Guðmundsson, Jakob Kobiels, Eiríkur Þór Jónsson, Edda Björg Sverrrisdótir, Arnór Steinn Sverrisson, Margrét Vallý Sverrrisdóttir.
Næsta æfing verður mánudaginn 28.september og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
