Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á fyrstu æfingu á haustmisseri sem haldin var 29. ágúst sl. Óskar fékk 7v af átta mögulegum og þar voru Heimir Páll og Baltasar sem hann gerði jafntefli við. Sex vinningar komu úr tefldum skákum og einn fékst fyrir að leysa dæmi æfingarinnar rétt. Annar var Stefán Orri Davíðsson með 7v og kom tapið gegn Óskari í fyrstu umferð. Þriðji var svo Heimir Páll Ragnarsson með 6,5v. Í yngri flokki var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með fullt hús 7v úr 7 skákum. Óttar tefldi af öryggi á æfinunni og hefur greinilega eitthvað æft sig í sumar. Annar var Rayan Sharifa með 6v og þriðji var Einar Dagur Brynjarsson með 5v.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Heimir Páll Ragnarsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarssson, Brynjar Haraldsson, Birgir Logi Steinþórsson, Batel Goitom Haile, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Gunnar Freyr Valsson, Ásgeir Karl Gústafsson og Whibet Haile.
Næsta æfing verður mánudaginn 6. september 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið á æfingunni
[fen]8/7p/8/8/6p1/7k/7P/6K1 b – – 0 1[/fen]
Svartur á leik. Hver er besta leiðin fyrir svart ?
A. 1…. h5, 2. Hh1 – Kh5 því það er betra að hafa svarta kónginn hinu meginn á f3 og þegar hvítur leikur Kh1 þá kemst svarti kóngurinn á f2 og hvítur er í leikþröng.
B. 1…..g3 og eftir uppskipti á peðum verður svarta h-peðið að drottningu.
C. 1…..h6, 2. Kh1 – h5, 3. Kg1 – h4, 4. Kh1 – g3 og þegar skiptist upp á peðum verður svarta g-peðið sem eftir er að drottningu.
D. 1…..h5, 2. Kh1 – h4, 3. Kg1 – g3 og þegar skiptist upp á peðum verður svarta g-peðið sem eftir er að drottningu.
