Óskar Víkingur Davíðsson varð um síðustu helgi Norðurlandameistari í skólaskák en hann vann e-flokkinn (fæddir 2005 og síðar). Óskar Víkingur bætti árangur sinn frá því í fyrra þegar hann var í öðru sæti í sama flokki. Að ári færist Óskar upp um flokk þannig að róðurinn verður þyngri á yngra árinu í næsta flokki fyrir ofan. Óskar Víkingur sem er félagsmaður í Skákfélaginu Huginn hefur sóttt æfingar félagsins í þrjú og hálft ár og verið nemandi í Skákskóla Íslands drjúgan hluta þess tíma. Það má því segja kominn hafi verið uppskeru tími hjá Óskari eftir mikla vinnu og hann toppað á rétttum tíma eftir smá lægð í vetur. Skákfélagið Huginn óskar honum ynnilega til hamingju með árangurinn.
Íslendingar fengu þrenn önnur verðlaun. Róbert Luu hlaut silfur í e-flokki og Símon Þórhallson (b-flokkur) og Vignir Vatnar Stefánsson (d-flokkur) fengu brons.
