Óttar Örn Bergmann Sigfússon sigraði á æfingu sem haldin var 3. desember sl . með 4, 5v af fimm mögulegum. Jafnteflið kom í lokaumferðinni á móti Einari Degi svona rétt til að tryggja þriðja sigurinn í röð á þessum æfingum. Síðan komu jafnir með 4v þeir Rayan Sharifa og Einar Dagur Brynjarsson. Að þessu sinni var Rayan hærri á stigum og hlaut annað sætin en Einar Dagur það þriðja. Ekkert dæmi var á þessari æfingu heldur var þemaskák í þremur umferðum. Enn og aftur var c3 afbrigðið í silileyjarvörn til skoðunar en vonir standa til að skoðun þess ljúki áður en æfingarnar klárast á þessum vetri.
Í æfingunum tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Frank Gerritsen, Árni Benediktsson, Viktor Már Guðmundsson, Antoni Pálsson, Garðar Már Einarsson, Ívar Lúðvíksson, Gabriela Veitonite, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Kiril Alexander Igorsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Timon Pálsson og Ignat Igorsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 10.. desember 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.