Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Batel Goitom Haile voru efst og jöfn með 5v af sex mögulegum á æfingu sem haldin var 20. febrúar sl. Óttar Örn laut að þessu sinni í lægra haldi fyrir Batel en Batel hins vegar leysti ekki dæmi æfingarinnar. Í stigaútreikningnum hafði Óttar betur með hálfu stigi meira en Batel. Óttar Örn vann þar með sína þriðju æfingu í röð og hefur á þessum þremur vikum halað inn 9 stigu í stigakeppni vetrarins og þýttur upp töfluna. Batel þurfti að þessu sinni að sætta sig við annað sætið en það hefði verið vel þess virði fyrir hana að skila inn lausn á dæminu þótt hún þekkti ekki þá byrjun sem þar var til umfjöllunar. Þriðji var Einar Tryggvi Petersen með 4v. Þar sem teflt var í einum flokki þá voru tvö dæmi á æfingunni misþung og að þyngra fyrir þau sem hafa verið í reyndari flokknum og það léttara fyrir þau yngri.
Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Batel Goitom Haile, Einar Tryggvi Petersen, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Rayan Sharifa, Hans Vignir Gunnarsson, Witbet Goitom Haile, Gunnar Freyr Valsson, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Daníel Þór Karlsson, Lume Haile og Adrian Efraím Beniaminsson Fer.
Næsta æfing verður mánudaginn 27. febrúar 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið fyrir þá reyndari
Hvítur á leik í þessu miðtafli sem sprettur upp úr drottningarbragði (uppskipta afbrigðið). Það spurningin hvernig hvítur á halda áfram. Hvert er besta framhaldið að ykkar mati ?
[fen]r2qrnk1/1p3pp1/p1p1bb1p/3p4/PP1P4/2NBPN2/2Q2PPP/1R3RK1 w – – 0 1[/fen]
- Minnihlutaárásin á drottningarvæng er oft notuð í slíkum stöðum svo 1. b5 hlýtur að vera rétta leiðin. Í framhaldinu virkjar hvítur hrókana og útlitið er gott.
- 1. h3 lítur vel út til að koma í veg fyrir 1….Bg4 og síðar er möguleiki á að leika g4 allt eftir því hvernig svartur bregst við.
- Best er að byrja á á því að leika strax 1. e4. Ýtir peði inn á miðborðið og ef það er tekið opnast góður reitur fyrir riddarann.
- Hvítu peðin standa vel en hægt er að staðsetja hrókana betur með því að stefna þeim að miðborðinu. Við byrjum á 1. Hfe1 og Hbd1 fylgir fljótlega á eftir.
- Það er hægt að festa drottningarvænginn með 1. a5 og þá hefur riddarinn möguleika á að fara til a4 og hoppa svo til c5 eða b6.
Dæmið fyrir yngri hópinn.
Framhjáhlaup: Svartur á leik og telur sig hafa fengið snjalla hugmynd að máta hvít með 1…….b5 + og telur sig nú góðan.
[fen]2Q5/kp6/p7/P1P5/KP6/6r1/8/8 b – – 0 1[/fen]
Er hvítur mát ?
eða getur hann svarað og þá hvernig ?
Hvernig fer skákin ?
Fyrir tvö rétt svör fékkst hálfur vinningur en fyrir þrjú rétt 1v.
