Óttar Örn Bergmann Sigfússon sigraði á æfingu 19. nóvember sl. Óttar Örn fékk 4,5v af af sex mögulegum. Annar var Einar Dagur Brynjarsson með 4,5v og þriðji Rayan Sharifa með 3,5v. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemskák úr sikileyjarvörn var í tveimur umferðum.
Á æfingu 26. nóvember sigraði Óttar Örn einnig en að í það sinn með fullu húsi 6v af sex mögulegum. Tefldar voru fimm umferðir og vann Óttar allar sínar skákir og leysti að auki dæmi æfingarinnar rétt. Dæmið vafðist nokkuð fyrir þátttakendum en rétt lausn kom hjá öllum að lokum. Annar var Einar Dagur Brynjarsson með 4,5v. Síðan komu jafni með 4v. þeir Rayan Sharifa og Árni Benediktsson. Rayan hlaut þriðja sætið á stigum og Árni það fjórða. Röð keppenda í efstu sætum var sem sagt nákvæmlega sú sama á þessum tveimur æfingum.
Í yngri flokki var Kiril Alexander Igorsson efstur með fullt hús 5v af fimm mögulegum. Í öðru sæti var Eythan Már Einarsson með 4v og í þriðja sæti var Viktoria Sudnabina Arisimova með 3v.
Í æfingunum tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Viktoria Sudnabina Arisimova, Timon Pálsson, Lemuel Goitom Haile, Árni Benediktsson, Gunnar Aðalsteinsson, Antoni Pálsson, Garðar Már Einarsson, Steinar Ingvarsson, Kiril Alexander Igorsson, Eythan Már Einarsson og Ignat Igorsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 3.. desember 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.