Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Elfar Ingi Þorsteinsson og Rayan Sharifa voru efstir og jafnir með 4v af 5 mögulegum á æfingu 9. apríl sl. Óttar var stigahæstur með 13 stig og fékka fysta sætið, Elfar kom næstur með 12 stig og varð annar og þriðji var rayan með 10 stig. Ekkert dæmi var lagt fyrir á æfingunni en þemaskák var í þremur umferðum og haldið var áfram með c3 afbrigðið í sikileyjarvörn þegar svartur svarar með 2….Rf6. Núna var komið að kafla 18 í bókinni.
Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Elfar Ingi Þorsteinsson, Rayan Sharifa, Viktor Már Guðmundsson, Einar Dagur Brynjarsson, Roman Thudov, Ívar Örn Lúðvíksson, Árni Benediktsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Andri Hrannar Elvarsson, Garðar Már Einarsson, og Kiril Alexander Igorsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 16. apríl 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.