Óttar Örn Bergmann Sigfússon sigraði örugglega á æfingu sem haldin var 6. febrúar sl. Óttar Örn fékk 5 vinninga í jafn mörgum skákum og leysti að auki dæmi æfingarinnar rétt og fékk því samals 6v af sex mögulegum. Þar sem teflt var í einum flokki þá voru tvö dæmi á æfingunni misþung. Þeir sem hafa verið að tefla í eldri flokki glímdu við þyngra dæmið gátu fengið 1v fyrir rrétta lausn en þeir sem hafa verið að tefla í yngri flokki mátti reyna sig við bæði dæmin en gátu mest fengi 1,5v ef þau voru bæði rétt. Þeir sem reyndu við dæmin í sínum flokki voru flestir með þau nokkuð rétt en það voru fáir með þau bæði rétt, þannig að þegar upp var staðið höfðu dæmin lítil áhrif á lokastöðuna og engin á það hverjir fengu verðlaun.
Annar var Rayan Sharifa með 5v og þriðji var Garðar Már Einarsson með 4,5v og þar með í verðlaunasæti í fyrsta sinn. Það voru nokkuð margir fjarverandi á þessaari æfingu vegna sveitakeppni grunnskólanna í Reykjavík sem fram fór á sama tíma en engu að síður var ágæt mæting og þeir sem hafa að jafnaði verið í skugga efstu manna á æfingunum stigu fram og voru í efstu sætum á þessari æfingu..
Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Gunnar Freyr Valsson, Einar Dagur Brynjarsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Hans Vignir Gunnarsson, Zofia Momuntjuk, Andri Hrannar Elvarsson, Daníel Þór Karsson, Wiktoria Momuntjuk, Adrian Efraím Beniaminsson Fer og Alfreð Dossing.
Næsta æfing verður mánudaginn 13. febrúar 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmið fyrir þá eldri og reyndari:
Það hefur áður verið lagt fyrir á æfingunum en í fjarveru margra góðra skákmanna var talið í lagi að leggja það fyrir aftur. Flestir sem leystu það rétt þá voru ekki á æfingunni. Hvítur á leik í þessari næstum því symmetrísku stöðu úr Ítalska leiknum. Hver er besta áætlunin fyrir hvítan.
[fen]r1bq1rk1/ppp2ppp/2np1n2/2b1p1B1/2B1P3/2NP1N2/PPP2PPP/R2QK2R w – – 0 1[/fen]
- Hróka stutt 1. O-O og klára þannig liðskipan hlýtur að vera gott.
- Riddarinn á f6 er leppur svo best er að hagnýta sér það strax með því að auka þrýstinginn með 1. Rd5 og láta svartan fá tvípeð á f-línunni og stefna svo að kóngsókn.
- Skipta upp á biskup og riddara og leika svo Rd5 þannig að framhaldi er 1. Bxf6 Dxf6 2. Rd5 og svarta drottningin neyðist til að bakka á upphafsreitinn.
- Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða á drottningarvæng með 1. a3 til að koma í veg fyrir leppunina ….Bb4 og auka í framhaldinu rýmið á drottningarvæng með 2. b4.
- Best er að vera varkár og leika 1. h3 og koma þannig í veg fyrir leppun með …..Bg4. Síðan hrókar hvítur stutt og er með trausta stöðu og þarf ekki að hafa áhyggur af máti uppi í borði seinna í skákinni.
Dæmið fyrir þá yngri og óreyndari:
Í stöðunni hefur hvorugum kóngnum verið leikið og engum hrók.
[fen]r3k2r/pbp5/1p1p2p1/6Bp/1P6/nBPP2P1/P6P/R3K2R w – – 0 1[/fen]
Getur hvítur hrókað stutt ? _____
Getur hvítur hrókað langt ? _____
Getur svartur hrókað stutt ? _____
Getur svartur hrókað langt ? _____
