14.12.2012 kl. 13:18
Pálmi hraðskákmeistari Garðabæjar
Pálmi R. Pétursson (2118) vann öruggan sigur á Hraðskákmóti Garðabæjar sem fram fór í gær. Pálmi vann alla níu andstæðinga sína, fékk þremur vinningum meira en næstu menn. Pálmi er því hraðskákmeistari Garðabæjar.
Ögmundur Kristinsson (2032), Arnaldur Loftsson (2094) og Leifur Ingi Vilmundarson (1948) komu næstir með 6 vinninga.
18 skákmenn tóku þátt.
Lokastöðuna má finna í Chess-Results.
