Páskaeggjamót Hugins verður haldið í 27. sinn mánudaginn 1. apríl 2019, og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Skráningarform er á skak.is og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að skrá sig til að auðvelda undirbúning mótsins. Mótið verður reiknð til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Allir þátttakendur keppa í einum flokki en verðlaun verða veitt í tveimur aðskildum flokkum. Páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í eldri flokki (fæddir 2003 – 2005) og yngri flokki (fæddir 2006 og síðar). Sá sem er efstur í hverjum árgangi fær einnig páskaegg sem og efstu þrjár stúlkurnar á mótinu. Að auki verða tvö páskaegg dregin út. Enginn fær þó fleiri en eitt páskaegg. Lítið páskaegg verður svo fyrir þá sem ekki vinna til verðlauna.

Páskaeggjamótið verður haldið í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er milli Subway og Lyfjaval í Mjódd en salur félagsins er á þriðju hæð hússins.

 

Reykjavik Open Barnabliz undanrásir

Páskaeggjamótið verður jafnframt fyrir þá sem eru fæddir 2006 og síðar forkeppni fyrir Reykjavik Open Barnabliz. Efstu 2-3 sætin í þeim flokki gefa sæti í úrslitum sem fram fara 13. eða 14. apríl í tengslum við Reykjavíkurskákmótið.