11.12.2008 kl. 14:49
Pétur enn efstur á miðvikudagsæfingunum.
Pétur Gíslason heldur enn forystunni í samanlögðum vinningafjölda á miðvikudagsæfingunum félagsins. Hann hefur krækt í 35,5 vinninga alls. Baldvin og Hermann hafa náð að saxa vel á forystu Péturs sem var ansi mikil á tímabil. Þessir þrír efstu hafa nokkuð forskot á næstu menn.
Staðan er þessi :
1. Pétur Gíslason 35,5 vinningar
2. Baldvin Þ Jóhannesson 33,5
3. Hermann Aðalsteinsson 33
4. Smári Sigurðsson 21,5
5. Rúnar Ísleifsson 21,5
6. Sigurbjörn Ásmundsson 17
7. Ármann Olgeirsson 16,5
8. Baldur Daníelsson 15,5
9. Ketill Tryggvason 9
10. Sighvatur Karlsson 8
11. Benedikt Þór Jóhannsson 7,5
12. Jóhann Sigurðsson 7
13. Heimir Bessason 6
14. Sigurjón Benediktsson 3,5
15. Ævar Ákason 3,5
16. Snorri Hallgrímsson 3,5
17. Hallur Reynisson 3
18. Óttar Ingi Oddsson 3
19. Hlynur Snær Viðarsson 3
20. Valur Heiðar Einarsson 2,5
21. Egill Hallgrímsson 1
Tekið skal fram að sumir félagmenn hafa aðeins mætt á eina skákæfingu í vetur og eru því ekki með marga vinninga út af því.
Sá félagsmaður sem hlýtur flesta samanlagða vinninga á miðvikudagsæfingunum, þegar upp verður staðið í vor, hlýtur að launum farandbikar á síðustu skákæfingunni.