Rausnarlegur styrkur frá K.E.A.

Það er mér sönn ánægja að segja frá því að Skákfélagið Goðinn fær styrk að upphæð 100.000 kr úr Menningar og viðurkenningarsjóði KEA. Styrk-úthlutunin fer fram þriðjudaginn 4 desember.  Alls bárust 102 styrkumsóknir og hlutu 22 aðlilar styrki úr sjóðnum að þessu sinni.  Ég sendi styrkumsóknina inn til KEA um miðjan október og átti ekki von á því að hún fengi jákvæða umsögn hjá fagráði KEA. En annað kom á daginn. Ljóst er að styrkur þessi breytir mjög miklu fyrir starfsemi félagsins og nú verður hægt að kaupa fleiri skákklukkur og skáksett, en styrkumsóknin var einmitt hugsuð til þess.  H.A.