Rayan Sharifa og Óttar Örn Bergmann Sigfússon urðu efstir og jafnir æfingu þann 8. október sl.með 5v af sex mögulegum. Rayan var úrskurðaður sigurvegari á stigum eftir tvöfaldan útreikning. Þeir töpuðu báðir einni viðureign á æfingunni og leystu dæmið á æfingunni rétt eins og flestir. Að þessu sinni snérist dæmið um biskupsfórnina á h7. Síðan komu jafnir Elfara Ingi Þorsteinsson og Einar Dagur Brynjarsson með 4v. Hérna var Elfar hlutskarpari á stigum en einfaldur útreikningur dugði. Niðurstaðan á æfingunni var því sú að Rayan var efstur, Óttar Örn annar, Elfar þriðji og Einar Dagur fjórði.
Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Elfar Ingi Þorsteinsson, Einar Dagur Brynjarsson, Antoni Pálsson Paszek, Árni Benediktsson, Kiril Igorsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Tymon Pálsson Paszek, Ignat Igorsson, Viktoria Sudnabina Arisimova og Elmar Blær Halldórsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 8. október 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.