8.3.2012 kl. 23:45
Reykjavík Open. Einar gerði aftur jafntefli við stórmeistara.
Einar Hjalti Jensson gerði aftur jafntefli við stórmeistara í 3. umferð á Reykjavík Open í dag. Núna var það franskur meistari að nafni Fabian Libiszewski (2523) sem lenti í klónum á Einari Hjalta.
Sigurður Daði Sigfússon vann Sævar Bjarnason (2090) en Kristján Eðvarðsson tapaði fyrir Nökkva Sverrissyni (1928)
4. umferð hefst kl 15:00 á morgun. Þá teflir Einar Hjalti við Irena Krush (2461) frá USA . Sigurður Daði teflir við Carlo Marzano (2164) frá Ítalíu og Kristján teflir við Mikael Helin (1884) frá Svíþjóð.
