7.3.2012 kl. 11:41
Reykjavík Open. Okkar menn með sigur í 1. umferð. Sigurður Daði teflir við stigahæsta mann mótsins í 2. umferð.
Okkar menn unnu allir sigra í fyrstu umferð á Reykjavík Open sem hófst í gær í Hörpunni.
Sigurður Daði Sigfússon vann Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1864)
Einar Hjalti Jensson vann Birki karl Sigurðsson (1716)
Kristján Eðvarðsson vann Jonar Lensebakken (1643) frá Danmörku.
Sigurður Daði Sigfússon vann Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1864)
Einar Hjalti Jensson vann Birki karl Sigurðsson (1716)
Kristján Eðvarðsson vann Jonar Lensebakken (1643) frá Danmörku.
Sigurður Daði Sigfússon.
Stórmeistarar í 2. umferð
2. umferð hefst kl: 16:30 í dag. Okkar menn mæta allir stórmeisturum í dag.
Sigurður Daði Sigfússon teflir við stigahæsta mann mótsins og sjöunda stigahæstu skákmann í heiminum í dag, en hann heitir Fabiano Caruana (2767) og er frá Ítalíu.
Einar Hjalti teflir við stórmeistarann Héðinn Steingrímson (2556).
Kristján Eðvarðsson teflir við stórmeistarann Kveinys Aloyzas (2512) frá Litháen.
Það er full ástæða til þess að óska þeim góðs gengis í dag !