20.2.2013 kl. 17:08
Reykjavík Open. Þröstur, Gawain, Nikolaj og John með fullt hús
Þröstur Þórhallsson, Gawain Jones, Nikolaj Mikkelsen og John Bartholomew eru með fullt hús eftir tvær umferðir á N1 Reykjavíkurskákmótinu, en annarri umferð var að ljúka. Í þriðju umferð, sem hófst í Hörpu klukkan 16.30 í dag, teflir Þröstur við kínverska ofurstórmeistarann Bu Xiangzhi.
Sigurður Jón og Stephen Jablon unnu sínar skákir í 2. umferð, en Irina gerði jafntefli við Gylfa Þórhallson. Sjá nánar hér
