Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada
Rúnar Ísleifsson hefur átt góða byrjun á skákþingi Akureyrar sem hófst í vikunni. Hann gerði jafntefli við (FM) Jón Kristinn Þorgeirsson í fyrstu umferð og gerði svo aftur jafntefli í dag við (IM) Áskel Örn Kárason. Báðir eru þeir talsvert stigahærri en Rúnar og því sterkt hjá Rúnari að lúta ekki í gras gegn þeim. Rúnar stýrir svörtu mönnunum gegn Benedikt Stefánssyni í 3. umferð á miðvikudag. Mótið á chess-results
Rúnar er ekki eini félagsmaður Goðans sem tekur þátt í mótum hjá öðrum félögum þessa dagana. Lárus Sólberg Guðjónsson tekur þátt í Skákþingi Reykjavíkur og er með 2 vinninga af fjórum mögulegum.
Ingi Hafliði Guðjónsson tók svo þátt í skákþingi Kópavogs sem er lokið og krækti Ingi í tvo vinninga á því móti.
