Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada

Rúnar Ísleifsson varð efstur á fyrstu skákæfingu vetrarins sem fram fór í Framsýnarsalnum á Húsavík í gærkvöld. Rúnar krækti í 6,5 vinninga af 7 mögulegum. Smári Sigurðsson varð annar með 6 vinninga og Kristján Ingi Smárason og Adam Ferenc Gulyas komu næstir með 4 vinninga. Tímamörk voru 7+3 og tefldar voru 7 umferðir.

Lokastaðan.

1. Isleifsson, Runar 1864 6.5
2. Sigurdsson, Smari 1937 6.0
3. Smarason, Kristjan Ingi 1756 4.0
4. Gulyas Adam Ferenc 1770 4.0
5. Birgisson, Hilmar Freyr 1707 3.5
6. Gudjonsson, Ingi Haflidi 1608 2.0
7. Thorgrimsson, Sigmundur 1580 1.0
8. Akason, Aevar 1665 1.0

Æfingin á Chess-manager

Að æfingu lokinni hófst félagsfundur þar sem 12 félagsmenn mættu til, sem er sennilega fjölmennasti félagsfundur Goðans frá upphafi. Skipulag Goðans vegna Íslandsmóts skákfélag var rætt og Ingi Hafliði Guðjónsson kynnti plön vegna Afmælismóts Goðans í mars árið 2025. Fundi lauk um kl 22:30.

Tímasetning á næstu skákæfing liggur ekki fyrir en verður birt fljótlega.