19.2.2010 kl. 23:29
Rúnar efstur eftir þrjár umferðir.
Rúnar Ísleifsson er efstur með 3 vinninga þegar þremur umferðum er lokið á Skákþingi Goðans. Jakob Sævar Sigurðsson er með 2,5 vinninga í öðru sæti og Sigurbjörn Ásmundsson og Ævar Ákason eru í 3-4 sæti með 2 vinninga. Fyrstu þrjá umferðirnar voru atskákir (25 mín )

Rúnar ísleifsson.
Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrstu þremur umferðunum,ma. gerði Snorri Hallgrímsson jafntefli við Smára Sigurðsson, Valur Heiðar Einarsson gerði jafntefli við Ármann Olgeirsson og Benedikt Þór Jóhannsson gerði sömuleiðis jafntefli við Jakob Sævar Sigurðsson.
Staðan eftir 3 umferðir:
1 Rúnar Ísleifsson, isl 1705 3
2 Jakob Sævar Sigurðsson, isl 1750 2.5
3-4 Sigurbjörn Ásmundsson, isl 1200 2
Ævar Ákason, isl 1530 2
5-8 Smári Sigurðsson, isl 1660 1.5
Ármann Olgeirsson, isl 1425 1.5
Benedikt Þór Jóhannsson, isl 1340 1.5
Valur Heiðar Einarsson, isl 1.5
9-10 Hermann Aðalsteinsson, isl 1435 1
Sighvatur Karlsson, isl 1305 1
11 Snorri Hallgrímsson, isl 1295 0.5
12 Hlynur Snær Viðarsson, isl 0
4. umferð verður tefld kl 10:00 í fyrramálið. Þá verður tefld kappskák.
Pörunin er svona:
1 Rúnar Ísleifsson, (2) : Jakob Sævar Sigurðsson, (1)
2 Smári Sigurðsson, (3) : Sigurbjörn Ásmundsson, (10)
3 Ævar Ákason, (4) : Ármann Olgeirsson, (6)
4 Benedikt Þór Jóhannsson, (7) : Valur Heiðar Einarsson, (12)
5 Sighvatur Karlsson, (8) : Hermann Aðalsteinsson, (5)
6 Snorri Hallgrímsson, (9) : Hlynur Snær Viðarsson, (11)
Í 4-7 umferð verða tefldar kappskákir. 90 mín+30 sek/leik.
