Rúnar Ísleifsson varð hraðskákmeistari Goðans 2019 með öruggum hætti er hann vann allar skákir á hraðskákmeistaramótinu sem fram fór í dag. Rúnar fékk 4 vinninga. Hermann og Ármann Olgeirsson urðu jafnir með 2 vinninga í 2 til 3 sæti og Sigurbjörn Ásmundsson og Ævar Ákason fengu hálfan vinning hvor.
Mótið var teflt strax í kjölfar Skákþings Goðans á Vöglum 2020 sem lauk fyrr um daginn, þar sem mótinu hafði verði frestað vegna veðurs í desember árið áður.