Smári Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson atskákmeistari Goðans 2024 og Adam Ferenc Gulyas

Rúnar Ísleifsson vann sigur á Atskákmóti Goðans 2024 sem fram fór á Húsavík í dag. Rúnar fékk 4 vinninga af 5 mögulegum og varði titilinn frá því í fyrra, en naumt var það. Adam Ferenc Gulyas fékk einnig 4 vinninga en endaði aðeins lægri á stigum en Rúnar og hreppti því annað sætið. Smári Sigurðsson varð síðan þriðji með 3 vinninga.

Lokastaðan: Mótið á Chess-manager

Pts
1. Isleifsson, Runar 10 8
2. Gulyas Adam Ferenc 10 7
3. Sigurdsson, Smari 11 6
4. Smarason, Kristjan Ingi 12 4
5. Adalsteinsson, Hermann 13 2
6. Sigurdsson, Jakob Saevar 13 1
Einungis sex keppendur tóku þátt í mótinu. Allir tefldu við alla og tímamörk voru 15 mín + 5 sek á leik í viðbótartíma.