20.2.2012 kl. 10:46
Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Goðans 2012.
Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþing Goðans 2012 sem lauk í gær. Rúnar gerði jafntefli við Hjörleif Halldórsson í lokaumferðinni, en á sama tíma gerðu þeir bræður Smári og Jakob Sævar Sigurðsson jafntefli. Rúnar vann því sigur á stigum því hann og Jakob urðu jafnir með 4,5 vinninga. Talsverð spenna var fyrir lokaumferðina því þessir þrír gátu allir unnið sigur á mótinu. Þeir bræður börðust af mikilli hörku í sinni skák sem fór í tæplega 80 leiki og ætluðu báðir sér sigur. Báðir voru þeir komnir í mikið tímahrak þegar þeir sömdu um jafntefli.
Jakob Sævar, Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2012 og Smári Sigurðsson.
Hjörleifur Halldórsson (SA) endaði að vísu í þriðja sæti, en þar sem hann keppti sem gestur á mótinu hreppti Smári þriðja sætið. Alls tóku 13 keppendur þátt í skákþinginu að þessu sinni.
Snorri Hallgrímsson vann sigur í yngri flokki og Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti.
Lokastaðan í mótinu:
Rk. | Name | FED | Rtg | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | Isleifsson Runar | ISL | 1686 | 4.5 | 21.0 | 14.0 | 14.75 | |
2 | Sigurdsson Jakob Saevar | ISL | 1694 | 4.5 | 19.5 | 13.5 | 13.25 | |
3 | Halldorsson Hjoreifur | ISL | 1819 | 4.0 | 22.0 | 15.5 | 14.00 | |
4 | Sigurdsson Smari | ISL | 1664 | 4.0 | 21.0 | 14.5 | 12.50 | |
5 | Adalsteinsson Hermann | ISL | 1343 | 3.5 | 19.5 | 13.0 | 8.50 | |
6 | Olgeirsson Armann | ISL | 1405 | 3.5 | 17.0 | 11.0 | 8.75 | |
7 | Hallgrimsson Snorri | ISL | 1319 | 3.0 | 17.5 | 11.5 | 7.75 | |
8 | Asmundsson Sigurbjorn | ISL | 1210 | 3.0 | 15.5 | 9.5 | 6.25 | |
9 | Johannsson Thor Benedikt | ISL | 1340 | 3.0 | 14.0 | 8.0 | 6.00 | |
10 | Stefansson Sigurgeir | ISL | 0 | 2.5 | 18.0 | 11.0 | 5.75 | |
11 | Vidarsson Hlynur Snaer | ISL | 1055 | 2.5 | 15.5 | 10.0 | 4.75 | |
12 | Akason Aevar | ISL | 1508 | 2.0 | 17.0 | 11.5 | 4.50 | |
13 | Karlsson Sighvatur | ISL | 1341 | 2.0 | 15.0 | 9.0 | 3.75 |
Úrslit úr 6. umferð: