Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Goðans 2012.

Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþing Goðans 2012 sem lauk í gær. Rúnar gerði jafntefli við Hjörleif Halldórsson í lokaumferðinni, en á sama tíma gerðu þeir bræður Smári og Jakob Sævar Sigurðsson jafntefli. Rúnar vann því sigur á stigum því hann og Jakob urðu jafnir með 4,5 vinninga. Talsverð spenna var fyrir lokaumferðina því þessir þrír gátu allir unnið sigur á mótinu. Þeir bræður börðust af mikilli hörku í sinni skák sem fór í tæplega 80 leiki og ætluðu báðir sér sigur. Báðir voru þeir komnir í mikið tímahrak þegar þeir sömdu um jafntefli.

Skákþing og Tónkvísl 2012 008
 
Jakob Sævar, Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2012 og Smári Sigurðsson.

Hjörleifur Halldórsson (SA) endaði að vísu í þriðja sæti, en þar sem hann keppti sem gestur á mótinu hreppti Smári þriðja sætið.  Alls tóku 13 keppendur þátt í skákþinginu að þessu sinni.

Snorri Hallgrímsson vann sigur í yngri flokki og Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti.

Lokastaðan í mótinu: 

Rk.   Name FED Rtg Pts.  TB1   TB2   TB3 
1   Isleifsson Runar ISL 1686 4.5 21.0 14.0 14.75
2   Sigurdsson Jakob Saevar ISL 1694 4.5 19.5 13.5 13.25
3   Halldorsson Hjoreifur ISL 1819 4.0 22.0 15.5 14.00
4   Sigurdsson Smari ISL 1664 4.0 21.0 14.5 12.50
5   Adalsteinsson Hermann ISL 1343 3.5 19.5 13.0 8.50
6   Olgeirsson Armann ISL 1405 3.5 17.0 11.0 8.75
7   Hallgrimsson Snorri ISL 1319 3.0 17.5 11.5 7.75
8   Asmundsson Sigurbjorn ISL 1210 3.0 15.5 9.5 6.25
9   Johannsson Thor Benedikt ISL 1340 3.0 14.0 8.0 6.00
10   Stefansson Sigurgeir ISL 0 2.5 18.0 11.0 5.75
11   Vidarsson Hlynur Snaer ISL 1055 2.5 15.5 10.0 4.75
12   Akason Aevar ISL 1508 2.0 17.0 11.5 4.50
13   Karlsson Sighvatur ISL 1341 2.0 15.0 9.0 3.75

 

Úrslit úr 6. umferð:

  Sigurdsson Jakob Saevar ½ – ½   Sigurdsson Smari
  Isleifsson Runar ½ – ½   Halldorsson Hjoreifur
  Hallgrimsson Snorri ½ – ½   Olgeirsson Armann
  Adalsteinsson Hermann 1 – 0   Stefansson Sigurgeir
  Karlsson Sighvatur 0 – 1   Johannsson Thor Benedikt
  Vidarsson Hlynur Snaer 1 – 0   Akason Aevar
  Asmundsson Sigurbjorn 1   bye