Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2010 !

Rúnar Ísleifsson var í dag skákmeistari Goðans 2010 með öruggum hætti.
Hann gerði stutt jafntefli við Smára Sigurðsson í loka umferðinni, en var fyrir loka umferðina búinn að tryggja sér sigur í mótinu.
Rúnar fékk 6, 5 vinninga af 7 mögulegum og leyfði aðeins þetta eina jafntefli við Smára.

025

Smári Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson og Jakob Sævar Sigurðsson.

023

Rúnar tekur við bikarnum. 

Í öðru sæti varð Jakob Sævar Sigurðsson með 5,5 vinninga og Smári Sigurðsson varð í 3 sæti með 5 vinninga.  Benedikt Þór Jóhannsson kom nokkuð á óvart og varð í 4. sæti með 4,5 vinninga og var jafnframt efstur í flokki 16 ára og yngri. Snorri Hallgrímsson varð annar í yngri flokki með 3 vinninga og hefði getað hæglega geta endað ofar, því hann missti niður tvær unnar skákir í jafntefli, gegn Smára og svo Hermanni í loka umferðinni. Valur Heiðar Einarsson varð svo þriðji með 1,5 vinninga.


024
 

Valur Heiðar Einarsson, Benedikt Þór Jóhannsson og Snorri Hallgrímsson 

Úrslit 7. umferðar:

Smári Sigurðsson       –         Rúnar Ísleifsson          0,5 – 0,5
Jakob Sævar Sigurðsson  –   Valur Heiðar Einarsson   1 – 0
Benedikt Þór Jóhannsson –  Ármann Olgeirsson         1 – 0
Hermann Aðalsteinsson   –   Snorri Hallgrímsson      0,5 – 0,5
Ævar Ákason                  –    Hlynur Snær Viðarsson    1 – 0
Sighvatur Karlsson        –     Sigurbjörn ásmundsson  1 – 0 

Lokastaðan:

1.     Rúnar Ísleifsson                  6,5 vinn af 7 mögulegum
2.     Jakob Sævar Sigurðsson     5,5
3.     Smári Sigurðsson                5
4.     Benedikt Þór Jóhannsson   4,5
5.     Ævar Ákason                       4
6.     Hermann Aðalsteinsson      3,5
7-8. Sigurbjörn Ásmundsson       3
7-8. Snorri Hallgrímsson              3
9.    Ármann Olgeirsson               2,5
10.  Sighvatur Karlsson                2
11.  Valur Heiðar Einarsson          1,5
12.  Hlynur Snær Viðarsson          1

Skákþing Goðans 2010 007
 

                 Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2010.

Myndir má skoða í myndaalbúmi hér efst til hægri á síðunni.

Skákir úr 7. umferð 
http://godinnchess.blogspot.com/2010/02/skaking-goans-2010-7-umfer.html