Skákæfing í Túni
Rúnar Ísleifsson vann sigur á stigum á Sumarskákmóti Goðans sem fram fór í nýju og glæsilegu aðstöðu skákfélagins í Túni á Húsavík. Rúnar fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Jakob Sævar Sigurðsson varð annar, einnig með 5,5 vinninga en endaði örlítið lægri á oddastigum en Rúnar. Kristján Ingi Smárason varð þriðji með 4. vinninga.
Lokastaðan.
| 1. | Isleifsson, Runar | 5.5 | |
| 2. | Sigurdsson, Jakob Saevar | 5.5 | |
| 3. | Smarason, Kristjan Ingi | 4.0 | |
| 4. | Gulyas Adam Ferenc | 3.0 | |
| 5. | Adalsteinsson, Hermann | 3.0 | |
| 6. | Akason, Aevar | 3.0 | |
| 7. | Fernandez Garcia Sergio | 3.0 | |
| 8. | Asmundsson, Sigurbjorn | 2.0 | |
| 9. | Sergio Pinero | 1.0 |
Alls tók 9 skákmenn þátt í mótinu og þar á meðal nafnarnir tveir Segrio Pinero og Segio Garcia Fernadesz frá Spáni. Tefldar voru 6 umferðir með 10+2 tímamörkum.
Líklegt er að haldin verði skákæfing í ágúst en stefnt er að því að vetrarstafið hefjist forlega 25 ágús með skákæfingu og félagsfundi.
Sumarskákmótið var fyrsti formlegi viðburðurinn sem félagið heldur í Túni á Húsavík, en Goðinn er nýlega búinn að gera samkomulag við Norðurþing varðandi skákkennslu og félagsaðstöðu fyrir Goðann í Túni. Nánar verður skrýrt frá því samkomlagi síðar.

