Verið hjartanlega velkomin á setningarathöfn 20. Evrópumóts landsliða í skák í Laugardalshöll. Þetta er stærsti skákviðburður ársins í heiminum og meðal keppenda eru heimsmeistarinn Magnus Carlsen og helmingur af 20 stigahæstu skákmönnum heims. 36 lið tefla í opnum flokki og 30 í kvennaflokki. Ísland fær sem gestgjafi að tefla fram tveimur liðum og í Gullaldarliði Íslands eru Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson.

A-lið Íslands skipa Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen og Guðmundur Kjartansson. Kvennalið Íslands skipa Lenka Ptacnikova, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

Judith Polgar er mætt á staðinn
Skákdrottningin Judith Polgar er mætt á staðinn – Hún er nú í hlutverki liðsstjóra aðalliðs Ungverjalands

Við setningarathöfnina munu Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Zurab Azmaiparashvili, forseti Skáksambands Evrópu, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra flytja ávörp og Svavar Knútur kemur fram.

Gens una sumus — Við erum ein fjölskylda.