16.4.2008 kl. 10:20
Síðasta skákæfingin í kvöld. Skákmaður ársins valinn.
„Uppskeruhátíð“ skákfélagsins fer fram í kvöld kl 20:30 á Fosshóli. Þá verður tilkynnt hver var valinn skákmaður ársins 2008 hjá Goðanum og fær hann glaðning frá félaginu.
Formaður verður með myndavél á lofti og ætlar að taka einstaklings myndir af öllum sem mæta á æfinguna og síðan hópmynd.
Síðan verður gripið í tafl. Teflt verður í 2 riðlum allir við alla og síðan efstu menn í báðum riðlum og síðan koll af kolli.
Ég vona að sem flestir sjái sér fært að vera með í kvöld. H.A.