12.1.2008 kl. 20:51
Sigur á Egilsstöðum.
Skáksveit Goðans vann sigur á skáksveit skáksambands Austurlands (SAUST) á móti sem fram fór á Egilsstöðum í dag. Goðinn fékk 14 vinninga en SAUST 11 vinninga. 5 keppendur voru í hvoru liði og tefldu allir 1 atskák, með 25 mín umhugsunartíma á mann, við alla úr liði andstæðingana eða samtals 5 skákir. Vinningahæstur af Goðanmönnum varð Pétur Gíslason, en hann gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir 5 að tölu. Smári Sigurðsson vann 4 skákir og Jakob Sævar Sigurðsson fékk 3 vinninga.
Bestum árangri heimamanna náði Viðar Jónsson, en hann fékk 4 vinninga og Hákon Sófusson fékk 2,5 vinninga.
Hvorugt félagið gat stillt upp sínu sterkasta liði. Þetta var í fyrsta sinn sem félögin etja kappi og standa vonir til þess að þetta verði árlegur viðburður hér eftir. Stefnt er að því að Austfirðingar komi til okkar á næsta ári og keppi við okkur í Mývatnssveit. H.A.
