25.1.2009 kl. 22:05
Sigur hjá Barða.
Barði Einarsson vann sigur á Hrund Hauksdóttur í 7. umferð á Skákþingi Reykjavíkur sem tefld var í dag. Þegar tvær umferðir eru eftir, er Barði í 34. sæti með 3 vinninga.
8. og næst síðasta umferð verður tefld á miðvikudag. Pörun í hana verður ekki ljós fyrr en annað kvöld. H.A.
