17.6.2013 kl. 22:09
Sigur í dag.
Jakob Sævar Sigurðsson vann Dai Nguyen(1391) frá Tékklandi í 3. umferð á Teplice Open sem tefld var í dag. Jakob tapaði sinni skák í 2. umferð og er því með einn vinning eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Á morgun verður Jakob með hvítt gegn Marek Papay (1966) frá Tékklandi. Sjá hér

Mynd úr fyrstu umferð. Sennilega sést Jakob þarna í gráum bol að tefla við sinn andstæðing (sem er í fjólubláum bol)
Sigurður Eiríksson gerði jafntefli í dag og einnig í gær og er því sömuleiðis með 1. vinninga eins og Jakob eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Sjá hér
