25.1.2013 kl. 17:27
Sigurður Daði og Þröstur meðal fjögurra efstu á FASTUS mótinu
Sigurður Daði Sigfússon (2334), Þröstur Þórhallsson,(2441) Sigurbjörn Björnsson (2391) og Stefán Kristjánsson (2486) og eru efstir og jafnir með 3½ vinning að lokinni 4. umferð FASTUS-mótsins – Gestamóti Goðans sem fram fór í gærkveldi. Dagurinn í gær var svartur en stjórnendur svörtu mannanna unnu á fjórum efstu borðunum og alls 7 skákir á meðan hvítur vann aðeins tvær skákir.

Sigurður Daði vann Karl Þorsteins (2464) í skemmtilegum sviptingum í miðtaflinu og Lenka (2281) gafst upp fyrir Þresti þegar óverjandi mát blasti við. Sigurbjörn hafði betur gegn Ingvari Þór Jóhannessyni (2340) og Stefán lagði Andra Áss Grétarsson (2327) að velli.

Öll úrslit 4. umferðar má finna hér.
Stöðu mótsins má finna hér.
Búið er að raða í 5. umferð sem fram fer á fimmtudagskvöld nk. Þá mætast meðal annars: Stefán og Sigurbjörn og svo okkar menn, Þröstur og Sigurður Daði.
Röðun í 5. umferð má finna hér.
Mótið fer fram í húsakynnum Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.
•Chess-Results
