Einar Hjalti Jensson

Það er ekki nóg með að Einar Hjalti Jensson (2349) hafði þegar tryggt sér sinn annan áfanga að alþjóðlegu meistaratitli með frábærri frammistöðu með Hugin á EM taflfélaga – heldur er ljóst að hann fær einnig stórmeistaraáfanga! Það er ljóst eftir pörun morgundagsins en þá fær Einar Hjalti nógu sterkan stórmeistara til að það sé öruggt. Áfanginn næst þótt Einar Hjalti tapi á morgun. (skák.is)

Einar Hjalti Jensson
Einar Hjalti Jensson

Það þurfti Evrópumeistarana, G-Team Novy Bor frá Tékklandi, til að stöðva sigurgöngu Hugins. Og hún var stöðvuð kröftugleika en Tékkarnir unnu öruggan 5,5-,0,5 á okkar mönnum. Það var aðeins Gawain Jones sem gerði jafntefli.

Við tapið duttu Huginsmenn niður í 14. sæti en fyrirfram var sveitinni raðað í 21. sæti. Þrátt fyrir tapið í dag er Einar Hjalti Jensson með þriðja besta árangur fjórða borðs manna.

Andstæðingar morgundagsins er hvít-rússneski klúbburinn Minsk. Sú sveit er töluvert sterkari en sveit Hugins og er raðað nr. 15 í styrkleikaröð keppnisliðana. Sveitina skipa:

7. umferð